Zionisminn sýnir andlit sitt

Það er í sjálfu sér ekkert rangt við það að vera gyðingatrúar.

Gyðingar geta, eins og meðlimir flestra annarra trúarfélaga, verið gott fólk þrátt fyrir þá þröngsýni sem trúin hlýtur að krefjast af þeim, líkt og þröngsýnin sem við þekkjum svo vel frá nokkrum talsmönnum öfgafullra kristinna trúarfélaga hér á landi. Vissulega er það fremur óviðfeldið að Gyðingtrúin byggir á þeirru kenningu að Gyðingar séu "Guðs útvalda þjóð". Það má því segja að aðskilnaðarstefna sé innbyggð í trúarbrögðin. En mín vegna mega Gyðingar vera í friði með sínar skoðanir, svona eins og ég og aðrir, meðan við látum annað fólk í friði með sínar skoðanir og sitt land.

Á hinn bóginn á það öfgafólk sem kallar sig Síonista í rauninni ekkert skylt við neina trú. Þeir ráða lögum og lofum í Israel, messa hatur og aðskilnaðarstefnu, stunda kerfisbundin morð á varnarlausu fólki og segjast vera málpípur allra Gyðinga. Þeir eru nánast spegilmynd Islömsku hryðjuverkamannanna sem þeir hata svo mjög. Síonistar segja sjálfum sér og okkur hinum að Guð standi með þeim í blíðu og stríðu, óháð þeim aðferðum sem þeir beita. „Tilgangurinn helgar meðalið“, segja þeir. Er til nokkur setning sem er betra dæmi um afsökun fantsins sem misþyrmir lítilmagnanum? Veröldin væri sannarlega betri án Síonsta og því fannst mér það nærri því sorglegt þegar ég áttaði mig á því að þeir verða ekki stöðvaðir með valdi fremur en Islömsku hryðjuverkamennirnir. Það er sorglegt vegna þess að þeir drepa börn án samviskubits og eðlileg mannleg viðbrögð eru að stöðva morðin án tafar. En allir sem vilja vita að ofbeldi skapar aðeins meira ofbeldi og því er andúðin sem blossar upp í manni við óhæfuverk Síonistanna í Israel best nýtt sem orkugjafi til hjálpar þeim sem líða, ekki til hefnda.

Hefndin er leið hryðjuverka, leið Síonismans, ekki leið siðaðra manna.

 

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karlsson

Höfundur

Guðmundur Karlsson
Guðmundur Karlsson
Tiltölulega ungur tölvukall
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband